Síðustu 20 ár hefur Róberta Andersen starfað með tónlistarfólki víðsvegar af landakorti íslenskrar tónlistar og meðal annars starfað með Múm, Ólöfu Arnalds, Sin Fang, Julianna Barwick og Pascal Pinon. Síðustu ár hefur hún komið fram með hljómsveitinni Hist Og sem hefur vakið athygli íslensks jazz áhugafólks.
Á tónleikunum fléttar Róberta saman „klassískum bókmenntum” íslenskrar dægurtónlistar (Hljómar, Gylfi Ægisson, Magnús Eiríksson) sjötta og áttunda áratugsins við bandaríska jazz standarda í bland við eigin tónsmíðar þar sem rauði þráðurinn er frjáls spuni og einstakur hljóðheimur rafmagnsgítarsins.
Í upphafi þáttar ræðir Pétur Grétarsson við Róbertu um efnisskrána og gítarleikinn
Efnisskrá:
Stolt siglir fleyið mitt - Gylfi Ægisson
A flower is a lovesome thing - Billy Strayhorn
Lindy England - Roberta Andersen
Turn Out The stars - Kurt Weill
Þú og ég ( minnir mig ) - Gunnar Þórðarson
Drauma Prinsinn - Magnús Eiríksson
Billies Bounce - Charlie Parker
Einhvers staðar einhver tíman aftur - Magnús Eiríksson
----
Önnur tónlist í þættinum:
Mild at heart - Múm
Night skies of Pondicherry - Trip to India - Ásgeir Ásgeirsson
Gefjun - Hilmar Þórðarson - Duo Concordia
Ó blessuð vertu sumarsól - Jón Páll og Ólafur Gaukur
While My Guitar gently weeps - George Harrison og Bítlar