Landbúnaðarháskólinn, menningarframlag streymisveitna, gleymd öskubuskusaga Volkswagen, upplýsingaóreiða og ráð frá málarameistara.
Landbúnaðarháskóli Íslands opnar dyrnar fyrir áhugasömum á Hvanneyri og á Keldnaholti í dag. Kynna á námsframboð og aðstöðu skólans ásamt því að boðið verður uppá fræðslu tengda lífræðilegri fjölbreytni. Við heyrðum í Rósu Björk Jónsdóttur, frá Landbúnaðarháskólanum.
Streymisveitum verður gert að greiða menningarframlag til íslensks samfélags fáist nýtt frumvarp Menningar- og viðskiptaráðuneytisins samþykkt. Lilja Alfreðsdóttir leit við hjá okkur í spjall um málið.
Björn Berg var hjá okkur fyrir átta fréttir og fór yfir hin fjölbreyttust fjármál. Allt frá fjármálum fólks sem er að minnka við sig til þess hvernig Volkswagen varð á einum degi að verðmætasta fyrirtæki heims fyrir tilstilli undarlegrar atburðarásar.
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær skrifar Halldóra Lillý Jóhannsdóttir, lögfræðingur, um áhyggjur sínar af unga fólkinu okkar í aðdraganda kosninga. Og spyr hvort við viljum tryggja að ungt fólk sé fært um að taka þátt í lýðræðislegum ferlum á upplýstum grundvelli og hvort þurfi að þjálfa það í að greina og meta réttmæti og gagnsemi upplýsinga sem það neytir. Það er jú mikið um að hreinlega rangar upplýsingar séu þar settar fram sem sannindi. Halldóra kom til okkar.
Á að bera á tréverkið eða pallinn í sumar? Hvernig er best að bera sig að og hvaða efni á að nota svo sem bestur árangur náist? Gylfi Már Ágústsson, málarameistari, leiddi okkur í allan sannleikann.