Morgunútvarpið

Fuglsungar á flakki, Jódís Skúladóttir, mannauður í dag,niðurskurður í vísindum og heimsókn á dekkjaverkstæði.

er tími í náttúrunni fuglarnir eru farnir verpa og ungar eru komast á legg og jafnvel yfirgefa hreiðrin. Dýraspítalinn í Víðidal hefur verið gefa út leiðbeiningar á samfélagsmiðlum sínum til okkar mannfólksins um umgengni við fuglana. Halldóra Hrund Guðmundsdóttir, dýralæknir og einn eiganda Dýraspítalans í Víðidal var á línunni hjá okkur í upphafi þáttar.

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Útlendingastofnun á Alþingi í gær fyrir vísa þremur nígerískum konum úr landi. Hún sagðist miður sín yfir örlögum þeirra og sagði takmörk fyrir því hversu lágt við sem samfélag getum lagst. Jódís ræðir við okkur.

Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í 5 sinn út um allan heim. Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, stendur fyrir deginum. Í ár beina þau sjónum erlendu vinnuafli á Íslandi. Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, formaður nefndar Alþjóðlega mannauðsdagsins á Íslandi og mannauðssérfræðingur og Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsfulltrúi hjá Samkaupum ræddu málið við okkur.

Vegna niðurskurðar til vísindasjóða og aukinnar verðbólgu hafa framlög til vísindarannsókna lækkað umtalsvert á síðustu árum. Vísindasamfélagið blæs því til málþings á morgun undir yfirskriftinni Forsenda nýsköpunar: Áhrif vísinda á íslenskt samfélag. Við fengum þau Ernu Magnúsdóttur dósent og stjórnarformann Lífvísindaseturs og Eirík Steingrímsson prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands til segja okkur meira.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í vikunni byrjað yrði sekta ökumenn sem aka um á negldum dekkjum og því nóg um vera á dekkjaverkstæðunum. Rúnar leit við á dekkjaverkstæði í borginni í blíðunni í gær og tók stöðuna hjá stöðvarstjóra N1 á Réttarhálsi en hann heitir Gylfi Þór Magnússon

Tónlist:

Bubbi Morthens - Það Er Gott Elska.

Moses Hightower - Háa c.

Kiriyama Family - Disaster.

Vampire Weekend - Capricorn.

Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker.

Roxy - More Than This.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Hetjan.

Wheatus - Teenage Dirtbag.

Frumflutt

15. maí 2024

Aðgengilegt til

15. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,