„Þetta reddast" er frasi sem Íslendingar nota óspart. Þetta hugafar virðist vera inngróið i þjóðarsál Íslendinga og þýðir einfaldlega að hlutirnir hafa tilhneigingu til að
bjargast að lokum. Þetta hugarfar má að einhverju leiti rekja til nálægð okkar við óblíð náttúruöflin sem kasta okkur reglulega út fyrir þægindarammann og setja okkur í aðstæður sem að við þurfum að bregðast fljótt við. Eldgos, snjóflóð, jarðskjálftar og ófyrirsjánlegt veður er eitthvað sem að Íslendingar hafa þurft að fást við frá landnámi.
„Þetta reddast" er frasi sem Íslendingar nota óspart. Þetta hugafar virðist vera inngróið i þjóðarsál Íslendinga.
Í umhverfismálum sem og öðrum málum tengdum sjálfbærri þróun er gerð krafa um framsýni og ekki hægt að treysta á það að hlutirnir reddist án þess að búið sé að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir.
Margar ákvarðanir dagsins í dag eins og til að mynda hvað varðar nýtingu náttúruauðlinda munu hafa áhrif til langstíma. Hæfileiki til að gera langtímaáætlanir er því virkilega æskilegur.
Hvernig getur okkar ofurbjartsýna þjóð tileinkað sér framtíðarhugsun með dassi af „þetta reddast"?
Viðmælendur: Stefan Michel og Kristín Vala Pétursdóttir.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir.