Morgunútvarpið

11. september - Jarðskjálftinn í Marokkó, neðanjarðarlest í Reykjavík

Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Hafdís Helga Helgadóttir

7:15 - Austurfrétt greindi frá því á dögunum ekkert fjarskiptafyrirtæki hafi sýnt því áhuga koma á ljósleiðarasambandi í Stöðvarfirði sökum fámennis. Íbúafundur var haldinn í bænum í síðustu viku í tilefni þess eitt ár er liðið síðan Stöðvarfjörður hóf þátttöku í byggðaverkefninu Brotthættar byggðir undir heitinu Sterkur Stöðvarfjörður en þar gafst íbúum færi á tjá sig um það sem gengið hefur á síðan þá. Við ræðum við Valborgu Ösp Á. Warén, verkefnisstjóra, um fundinn og lélegt netsamband í firðinum.

7:30 - Á þriðja þúsund létust í jarðskjálftanum sem reið yfir Marokkó um helgina. Björgunarsveitir vinna í kapphlaupi við tímann bjarga eftirlifendum úr rústum þorpa og bæja í Atlasfjöllum. Við ræðum við Jón Bjarna Steinsson, veitingamann, sem er staddur í Marrakesh.

7.45- Haustið er tími nýrra dagbóka, strokleðra og háleitra markmiða. En hvernig búum við okkur sem best undir langhlaupið sem veturinn framundan er? Hvernig höldum við þetta sem best út og náum markmiðum okkar? Inga Þórisdóttir Markþjálfi kíkir til okkar.

8.05 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kemur til okkar. Við ætlum jafnt ræða við hann um mál nemenda og aðstandenda í Lágafellsskóli þar sem viðkvæmar og meiðandi persónuupplýsingar komust í hendur nemenda sem láku þeim á samfélagsmiðla. Margar spurningar hafa vaknað um allt frá persónuvernd barna til símanotkunnar nemenda. Við ætlum líka ræða hinseginfræðslu i grunnskólum við hann.

8:30 - Heimir Már Pétursson, fréttamaður, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu. Hann hefur fært rök fyrir því koma á fót neðanjarðarlestarkerfi í stað borgarlínu.

8:45 - Íþróttir vikunnar verða á sínum stað. Nóg frétta þaðan vanda. Rubiales sagði til mynda af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Við ræðum það og margt fleira í lok þáttar við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamann.

Lagalisti:

BRÍET & ÁSGEIR - Venus.

LAUFEY - California and Me.

Birkir Blær - Thinking Bout You.

PÁLMI GUNNARSSON - Hvers vegna varstu ekki kyrr.

Moses Hightower - Sjáum hvað setur.

ELTON JOHN - Goodbye Yellow Brick Road.

VÖK - Headlights.

Frumflutt

11. sept. 2023

Aðgengilegt til

10. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,