• 00:00:20Nýr forseti ÍSÍ
  • 00:16:03Ófullnægjandi einkunnagjöf LHI
  • 00:21:21Torgið, veiðigjöld

Kastljós

Nýr forseti ÍSÍ, gallað einkunnakerfi, veiðigjöld í Torginu

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi alþingismaður og heilbrigðisráðherra, var kjörinn forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um helgina. Og nýs forseta bíða ærin verkefni. Willum Þór er gestur Kastljóss í kvöld.

Listaháskóli Íslands tók ákvörðun um afnema tölulega einkunnagjöf í öllum deildum skólans árið 2019. Þetta breytta fyrirkomulag hefur orðið til þess nemendur við arkitektúrdeild skólans hafa fengið synjun á skólavist erlendis vegna ófullnægjandi einkunnagjafar og skorts á viðmiðum. Arkitektafélag Íslands sendi bréf á rektor Listaháskólans og menningar- og háskólaráðherra í lok síðasta mánaðar þar sem farið er fram á tafarlausar úrbætur á einkunnakerfinu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra verða gestir Torgsins annað kvöld, sem verður í beinni útsendingu frá samkomuhúsinu í Grundarfirði. Umfjöllunarefni þáttarins eru breytingar á veiðigjöldum, sem stjórnvöld stefna og forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtæja hafa mótmælt harðlega. En hvað eru eiginlega veiðigjöld? Við förum í kjölinn á því.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

19. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,