• 00:01:06Sofia Kolesnikova
  • 00:11:37Nauðungarstjórnun
  • 00:19:45ABBA

Kastljós

Mál Sofiu Kolesnikova, Abba tónleikasýning

Þegar Sofia Kolesnikova fannst látin á Selfossi fyrir tveimur árum var grunur um hún hefði verið myrt. Böndin bárust kærasta Sofiu, en hann lést áður en rannsókninni lauk og málið var því fellt niður. Í þættinum Þetta helst á Rás 1 hefur nýju ljósi verið brugðið á þetta mál, og vísbendingar eru um Sofia hafi sætt nauðungarstjórnun af hálfu kærastans. Við ræðum málið annars vegar við Þóru Tómasdóttur fréttamann og hins vegar Jennýju Kristínu Valberg hjá Bjarkarhlíð og Þóru Jónasdóttur aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Vinsældir ABBA-tónleikasýningar, sem hefur gengið fyrir fullu húsi víða undanfarin 15 ár, virðast engan enda ætla taka. Við kíkjum á tónleika í Hofi í lok þáttar.

Frumsýnt

18. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,