• 00:00:58Janus endurhæfing
  • 00:20:06Vegglistaverk í Vatnsmýrinni

Kastljós

Janus starfsendurhæfing, vegglistaverk í Vatnsmýri

Við kynnum okkur þjónustu Janusar starfsendurhæfingar, sem verður óbreyttu lokað í sumar. Janus hefur boðið upp á endurhæfingu og geðmeðferð fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 ára. Undanfarin tvö ár hefur starfsemin verið rekin á grundvelli þjónustusamnings við Virk og Sjúkratryggingar Íslands. Ekki virðist vilji til endurnýja samninginn þegar hann rennur út í sumar. Starfsfólk, notendur og aðstendur þeirra hafa þungar áhyggjur af stöðunni.

Gestir Kastljóss í framhaldinu eru Alma Möller, heilbrigðisráðherra, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, sem segja notendum Janusar verði tryggð önnur úrræði.

Í lok þáttar ræðum við við listakonu sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur gerði risavaxið vegglistaverk í Vatnsmýri á dögunum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

24. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,