• 00:00:45Varnarmál
  • 00:17:13Í búðarrekstri í 50 ár
  • 00:21:29List í ljósi

Kastljós

Íslenskur her, Jónsi í Jónsabúð, List í ljósi

Þurfa Íslendingar koma sér upp eigin her? hugmynd er ekki af nálinni en hefur mögulega orðið áleitnari eftir þróun í öryggismálum í Evrópu og kúvendingu í stefnu Bandaríkjanna undanfarin misseri. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst og sérfræðingur í þjóðarrétti, skrifaði grein í Morgunblaðið sem vakið hefur athygi, þar sem hann færir rök fyrir Ísland stofni varnarmálaráðuneyti tafarlaust. Bjarni Már og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og meðstjórnandi í Félagi hernaðarandstæðinga, voru gestir Kastljóss.

Við höldum áfram segja sögur af litlum fyrirtækjum í atvinnulífinu. Fyrir skemmstu fjölluðum við um unga menn sem stukku blint í sjóinn þegar þeir keyptu steinsmiðju. Í kvöld er komið smáverslun. Kaupmaðurinn á horninu hefur farið hallloka fyrir stórmörkuðum á undanförnum áratugum en finnast þó enn. Þar á meðal Jónsi í Jónsabúð á Grenivík. Við litum í heimsókn til hans.

Seyðfirðingar hafa undanfarin ár kvatt skammdegið með listahátíðinni List í ljósi. Kastljós var á staðnum um helgina.

Frumsýnt

26. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,