• 00:01:13Banaslys í Skötufirði
  • 00:06:07Ekki geispa golunni
  • 00:16:26Torgið
  • 00:18:56Sigríður Sólarljós

Kastljós

Sofnað undir stýri, sjálfsrækt og Sigríður Sólarljós

Aldrei hafa fleiri slasast alvarlega eða látið lífið vegna þreytu í umferðinni á Íslandi og í dag en einn af hverjum fimm hafa verið nálægt því sofna undir stýri. Rætt er við yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem stýrði aðgerðum og björgun í banaslysi sem varð í Skötufirði fyrir fjórum árum þar sem talið er þreyta ökumanns hafi orsakað slysið. Ágúst Mogensen, fyrrverandi forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa er gestur Kastljóss og ræðir um þreytu og svefn í umferðinni.

Jóga fyrir andlitið, kortisól-afvötnun, magnesíum fyrir svefninn og húðrútína í mörgum þrepum. Þetta er meðal þess notendur samfélagsmiðla hafa ef til vill orðið varir við, ásamt fleiri ráðum um það hvernig best leggja rækt við bæði líkama og sál. Á Torginu á þriðjudaginn verður rætt um sjálfsrækt frá ýmsum hliðum.

Sífellt fleiri leita í hinn svokallaða andlega heim í von um betri líðan. Framboðið virðist sífellt vera aukast og ljóst það er af nógu taka. Við heimsækjum Sigríði Sólarljós í lok þáttar.

Frumsýnt

20. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,