• 00:01:04Vodafone um símakosningu
  • 00:06:18Stefán Eiríksson um söngvakeppnina
  • 00:18:37Varnar- og öryggismál á Íslandi

Kastljós

Úrslitin í Söngvakeppninni, öryggismál í Evrópu

Úrslitin í Söngvakeppninni um helgina hafa dregið dilk á eftir sér eftir tæknilegir örðugleikar höfðu áhrif á atkvæðagreiðslu. Þá urðu notendur Android síma varir við númerið, sem hringt var í til greiða Palestínumanninum Bashar Murad atkvæði, var merkt sem ruslnúmer - eitt númeranna sem tóku þátt í keppninni. Kastljós ræddi við Theódór Carl Steinþórsson hjá Vodafone, sem hafði umsjón með símakosningunni fyrir RÚV.

Keppnin í ár var afar umdeild og pólitísk. Rasísk og hatursfull ummæli hafa verið látin falla um Bashar Murad, sem varð í öðru sæti, og reiðir netverjar hafa líka látið sigurvegarann, Heru Björk, það óþvegið. Stefán Eiríksson ræddi stöðuna og framhaldið.

Innrás Rússa í Úkraínu fyrir tveimur árum hefur neytt ríki Evrópu til endurskoða öryggismál sín. Hver er staða mála á Íslandi? Við ræddum við Piu Hanson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Frumsýnt

4. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,