• 00:00:56Deilt um stöðuna á leigubílamarkaði
  • 00:13:34Fordómar á Íslandi
  • 00:18:55Sigurvegarar Músíktilrauna 2024

Kastljós

Leigubílstjórar, fordómar í opinberri umræðu, Músíktilraunir 2024

Mikil umræða hefur skapast um stöðuna á leigubílamarkaði síðustu vikur. Myndbönd hafa verið birt af átökum við Leifsstöð, fjallað hefur verið um íslenskukunnáttu og prófsvindl og inn í þetta blandast dómur sem nýlega féll yfir leigubílstjóra. Rætt við Daníel O. Einarsson, formann Frama, og Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp.

Íslend­ing­ar virðast orðnir op­in­skárri um for­dóma sína í garð inn­flytj­enda. Lögregla var kölluð til á heimili í Árbæ í síðustu viku þar sem nasistafána var flaggað og gróf neikvæð umræða skapaðist á samfélagsmiðlum vegna þátttöku palestínska söngvarans Bashar Murad í Söngvakeppninni. Talað við Margréti Valdimarsdóttir dós­ent í fé­lags- og af­brota­fræði.

Sigurvegarar Músíktilrauna mættu í myndver en það er hljómsveitin Vampíra. Hún spilar svo kallaða svartmálmstónlist en yrkisefnin geta þó verið allt frá syndinni sjálfri yfir í lúpínur.

Frumsýnt

18. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,