Kastljós

Sniðganga alþjóðlegra viðburða, inntökuskilyrði í framhaldsskóla og Þjóðleikhúsið 75 ára

Á íslenskt lista- og íþróttafólk sniðganga alþjóðlega viðburði þar sem Ísrael tekur þátt? Eftir því hefur verið kallað í eitt og hálft ár, allt frá því Ísraelsher réðst inn í Gasa. En hversu mikið svigrúm hafa íslenskar menningarstofnanir og íþróttasambönd sem tefla fram fulltrúum í nafni Íslands, til sniðganga alþjóðlega viðburði í mótmælaskyni? Óðinn Svan ræddi við Loga Einarsson, ráðherra menningarmála.

Mennta- og barnamálamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um framhaldsskóla. Hann vill litið verði til fleiri þátta en einkunna þegar nemendur eru valdir inn í framhaldsskóla. Skiptar skoðanir eru um þessi áform. Gestir Kastljóss eru Snorri Másson þingmaður Miðflokksins og Guðrún Ragnarsdóttir prófessor við menntavísindasvið Háskóla Ísland.

Þjóðleikhúsið er 75 ára í ár og af því tilefni brá Guðrún Sóley sér í heimsókn.

Frumsýnt

15. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,