• 00:00:54Flugvöllur í Hvassahrauni
  • 00:14:46Laxar í Elliðaám
  • 00:19:59Litla hryllingsbúðin

Kastljós

Flugvöllur í Hvassahrauni, kvikmyndar villta laxinn, Litla hryllingsbúðin

Hvassahraun er mögulega enn álitlegur kostur fyrir innanlandsflugvöll, þrátt fyrir eldsumbrot á Reykjanesskaga. Þetta er niðurstaða starfshóps sem skipaður var fyrir fjórum árum til gera úttekt á Hvassahrauni með tilliti til veðurfars, áhrifa á þjónustu og náttúruvár. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, var gestur Kastljóss.

Rick Rosenthal er líffræðingur og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur sérhæft sig í náttúrulífsmyndum. Nýlega kom út mynd um hvali sem hann gerði í samvinnu við David Attenborough. Rosenthal vinnur heimildarmynd um atlantshafslaxinn. Við hittum hann á bökkum Elliðaáa, sem hann segir einstakar á heimsvísu.

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina innan tíðar. Við litum á æfingu fyrir norðan.

Frumsýnt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,