Kastljós

Breytt byggingareftirlit og Eurovision

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vill draga úr göllum á nýbyggingum og stórauka vernd kaupenda sem sitja oft uppi með kostnaðinn ef bygging reynist gölluð. Stofnunin kynnti breytingarnar á byggingareftirliti í morgun. Gestir Kastljós eru Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá HMS.

Það ríkir mikil gleði í Basel í Sviss, þar sem fyrri undankeppni Eurovision er annað kvöld. Ísland stígur fyrst þjóða á svið þegar VÆB flytur lagið Róa. Undirbúningur íslenska hópsins hefur gengið vel. Opnunarhátíð keppninnar var í gær og fjölmiðlar gátu rætt við keppendur.

Frumsýnt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,