Kastljós

Gagnrýni, úskriftir LHÍ og sundverkið Konukroppar

Dómur Jónasar Sen um kóruppfærslu Carmina Burana vakti úlfúð margra, en skrif Jónasar eru afdráttarlaus í gagnrýni á verkið. Atburðarásin á sér fordæmi í íslensku menningarlífi fortíðarinnar þar sem sterkorður gagnrýni vekur reiði. Bryndís Loftsdóttir fyrrum gagnrýnandi og Njörður Sigurjónsson prófessor í menningarstjórnun ræða hlutverk og markmið gagnrýni. Metfjöldi nemenda útskrifast úr Listaháskóla Íslands í ár, þar með taldir myndlistarnemarnir Helga Thorlacius Finnsdóttir, Silja Rún Högnadóttir og Sigurlinn Maríus Sigurðarson auk Dags Eggertssonar, nema í grafískri hönnun. Leiklistardeild skólans setur upp söngleikinn Leg og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir.

Sundhöll Hafnarfjarðar verður leikhúsi í nokkrar kvöldstundir þegar sviðslistahópurinn Gleym-mér-ei ásamt kvennakórnum Kötlu setur upp verkið Konukroppar. Höfundar verksins eru Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Ingadóttir.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

22. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,