• 00:00:21Austurlands-óveður
  • 00:11:36Kennarar á Króknum
  • 00:18:03Söngvakeppnin
  • 00:21:04Skeljar í Ásmundarsal

Kastljós

Aftakaveður, kennarar á Sauðárkróki, Söngvakeppnin og Skeljar

Aftakaveðri var vart slotað á Suðurhelmingi landsins þegar það tók sig upp á vestur- og austurhluta landsins. Rætt við verkstjóra RARIK á Austurlandi, Hafliða Bjarka Magnússon, bóndann Óðinn Loga Þórisson, bónda á Vattarnesi og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar, Jónu Árnýju Þórðardóttur. Kennaraverkföll halda áfram, þar með talið á Sauðárkróki. Rætt við deildarstjórana í Ársölum, Hönnu Maríu Gylfadóttur og Ásbjörgu Valgarðsdóttur ásamt Sunnu Gylfadóttur, framhaldsskólakennara og Herdísi Jónsdótttur, leikskólakennara. Söngvakeppnin hefst á laugardag og æfingar myrkra á milli. Selma Björnsdóttir leikstýrir atriðunum í ár ásamt Svíanum Thomasi Benstem. Leikritið Skeljar eftir Magnús Thorlacius fjallar um stærstu spurningu lífsins og stærsta viðfangsefni þess ástina. Með hlutverk fara Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson.

Frumsýnt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,