• 00:00:21Veiðigjöld
  • 00:14:33Hollráð hlaupara
  • 00:19:53Guðrún Bergs og Barbara

Kastljós

Mælt fyrir veiðigjöldum, hlauparáð, Guðrún og Barbara í Gerðarsafni

Mælt var fyrir veiðigjöldum á Alþingi í dag og fyrsta umræða stendur yfir. Frumvarp ráðherra hefur tekið breytingum síðan það var sett í samráðsgátt og er meðal annars gert fyrir mun hærra frítekjumarki en upphaflega - til koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eru gestir Kastljóss.

Við bregðum undir okkur betri fætinum og fáum nokkur hollráð fyrir upprennandi skokkara frá Andreu Kolbeinsdóttur, sem er meðal fremstu hlaupara landsins.

Yfirlitssýning á verkum Guðrúnar Bergsdóttur var opnuð í Gerðarsafni á dögunum, sem og sýning opnuð með verkum eftir Barböru Árnason. Kastljós leit á sýningarnar.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

5. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,