• 00:00:23Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
  • 00:17:00Tilnefningar til Myndlistarverðlauna
  • 00:19:25Kráarkvöld á hjúkrunarheimili

Kastljós

Dómsmálaráðherra, íslensku myndlistarverðlaunin og kráarkvöld á hjúkrunarheimili

Gestur Kastljós er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Í Kastljósi í gær var rætt við brotaþola í meintu mansalsmáli tengdu víetnamska kaupsýslumanninum Quang Lé. Rannsókn stendur enn yfir en ári síðar er óljóst hvað verður um brotaþola í málinu sem eru með tímabundin dvalarleyfi sem renna út á næstu mánuðum. Rætt var við ráðherra um stöðu brotaþola í mansalsmálum og málaflokkinn almennt. Þá var einnig rætt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar fjölga stöðugildum innan lögreglunnar, fangelsismál og alþjóðamálin.

Myndlistarverðlaun Íslands verða afhend 20. mars og við kynnum hvaða listamenn eru tilnefndir í þættinum.

Krárkvöld hafa fest sig í sessi á hjúkrunarheimilum á Akureyri á síðustu árum. Það segja matsalnum breytt í skemmtistað þessi kvöld, með tilheyrandi stemningu. Óðinn Svan kíkti á djammið á Akureyri.

Frumsýnt

6. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,