• 00:00:16Þolendur mansals
  • 00:08:04Bakslag í jafnréttismálum
  • 00:20:36Stormur í Þjóðleikhúsinu

Kastljós

Mansal á veitingastöðum, bakslag í jafnréttisbaráttunni og Stormur

Í dag er ár liðið síðan lögregla fór í eina umfangsmestu aðgerð síðustu ára. Hún sneri viðskiptaveldi víetnamska kaupsýslumannsins Quangs Lés. Rannsókn málsins stendur enn yfir og lýtur meðal annars mansali og peningaþvætti. Þennan örlagaríka dag fyrir ári voru á þriðja tug Víetnama við störf hjá fyrirtækjum í hans eigu. Við tók mikil óvissa þar sem þau komu öll til landsins fyrir tilstilli atvinnurekanda síns. Þau hafa öll fengið nýtt starf en óvíst er um dvalarleyfi þeirra næstu mánuði. Við hittum Tinh Thi Bui sem starfaði hjá Quang Lé.

Á laugardaginn er alþjóðabaráttudagur kvenna. Heimsherferð UN Women hófst í byrjun vikunnar og þessu sinni er áhersla lögð á bakslag í jafnréttisbaráttunni. Gestir Kastljóss eru Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýru UN Women á Íslandi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og stjórnarkona UN Women.

Gervallt tilfinningaróf manneskjunnar er undir í söngleiknum Stormi sem byggir á tónlist Unu Torfa. Söngleikurinn er frumsýndur í Þjóðleikshúsinu á morgun.

Frumsýnt

5. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,