• 00:01:16Agaleysi í skólum
  • 00:14:14Þorgrímur Þráinsson leggur orð í belg
  • 00:19:46Ný orkulind gæti leyst vanda framtíðarinnar

Kastljós

Agavandamál í grunnskólum, Þorgrímur Þráinsson og Kjarnasamruni í Suður- Frakklandi

Málefni Breiðholtsskóla hefur verið töluvert til umræðu eftir greint var frá ofbeldi af hálfu nemenda skólans í garð annara nemenda. Þetta vandamál virðist vera víðar í grunnskólum landsins og frásagnir foreldra af ofbeldi sem ríkir í skólanum hefur orðið kveikjan umræðu um hvort kennara, og starfsfólk skóla, skorti úrræði til takast á við þann vanda sem blasir við. Gestir Kastjóss eru Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Birna Gunnlaugsdóttir, kennari og trúnaðarmaður kennara í Breiðholti.

Það eru líklega fáir með meiri innsýn í líðan ungs fólks á Íslandi á dögum en rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson. Þorgrímur hefur undanfarin 15 ár heimsótt hvern einasta grunnskóla á landinu og rætt við börn í 10. bekk. Kastljós hitti Þorgrím á Akureyri.

Umhverfisvá og orkuskortur veldur því athyglin beinist sífellt meir hugmynd sem kviknaði á tímamótafundi forsetanna Reagans og Gorbachevs fyrir 40 árum. Hugmynd um draga úr vígbúnaði og setja orku og fjármagn stórveldanna frekar í virkja nýja, hreina og óþrjótandi orkulind sem kenningar höfðu vaknað um nokkrum áratugum fyrr. “Óþrjótandi okrulind, öllu mannkyninu til hagsbóta” eins og forsetarnir orðuðu það í yfirlýsingu sinni. Þótt draumurinn um afvopnun hafi dáið er draumurinn um nýju orkulindina enn við lýði. Jón Björgvinsson heimsótti risavaxna rannsóknarstöð í Suður-Frakklandi sem stofnuð var í kjölfar leiðtogafundarins og ætlað er finna leið út úr umhverfis- og orkuvandanum sem steðjar jarðabúum.

Frumsýnt

18. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,