• 00:01:03Frumskógur stafrænna lausna í heilbrigðiskerfinu
  • 00:18:05Bókin

Kastljós

Stafrænn frumskógur heilbrigðiskerfisins og fornbókasali

Notendur heilbrigðisþjónustu lýsa kerfinu sem starfrænum frumskógi. Eyrún Magnúsdóttir, veiktist skyndilega fyrir jól og deildi reynslu sinni af heilbrigðiskerfinu á Facebook í gær í færslu sem vakið hefur mikla athygli. Þar segir hún meðal annars það unnið í mörgum kerfum, birting niðurstaðna og bókana til sjúklinga algjör frumskógur og upplýsingar flæða ekki sérlega auðveldlega milli kerfa eða stofnana, heldur til sjúklinga. Gestir Kastljós eru Jón Magnús Kristjánsson, læknir og aðstoðarmaður Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og Marta Jóns Hjördísardóttir talskona sjúklinga á Landspítalanum.

Stundum er sagt bóklestur eigi undir högg sækja en eigandi bókabúðarinnar Bókin kannast ekki við slíkar fullyrðingar og telur bókina vera í mikilli sókn. Ari Gísli Bragason segist eiginlega óvart hafa orðið bóksali, þetta séu einhvers konar örlög. Viktoría Hermannsdóttir og Grímur Jón Sigurðsson kíktu í heimsókn í Bókina á Hverfisgötu.

Frumsýnt

13. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,