• 00:01:15Finnar náð langt í mansalsmálum
  • 00:05:42Baráttan við vinnumansal
  • 00:20:55Bannaðasta mynd sögunnar á RIFF

Kastljós

Vinnumansal og misneyting á íslenskum vinnumarkaði og RIFF

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um veruleika erlendra verkamanna á Íslandi í vikunni en fjöldi þeirra býr við harðræði, eru sviknir um laun og búa við óboðlegar aðstæður og eru jafnvel fórnarlömb vinnumansals. Þetta vandamál er ekki nýtt og hefur fengið fengið þrífast á íslenskum vinnumarkaði um árabil. Rætt var við Nataliu Ollus forstöðukonu hjá finnska dómsmálaráðuneytinu en Finnar hafa náð betri árangri þegar það kemur vinnumansali en hinar norðurlandaþjóðirnar. Gestir Kastljóss eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Maj Britt Hjördís Briem lögmann á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins um hvers vegna illa hefur gengið í baráttunni við vinnumansal. Japanska kvikmyndin Veldi tilfinninganna sundraði þjóðinni þegar sýna átti hana hér á landi fyrir 50 árum. Lögregla stöðvaði sýningar vegna siðleysis en er öldin önnur. Myndin er á dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF.

Frumsýnt

26. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,