• 00:01:00Fíknivandi og skaðaminnkun
  • 00:11:172 ár frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu
  • 00:19:18Eygló Hilmarsdóttir gerir það gott

Kastljós

Skaðaminnkun, Eygló Hilmars og stríðið í Úkraínu

Eygló Hilmarsdóttir leikkona er mörgum kunnug úr Kanarísjónvarpsþáttunum og -leiksýningunum ásamt Improv Íslandi, Þjóðleikhúsi og öðrum verkefnum. tekst hún á við eitt hlutverka sýningar Leikfélags Akureyrar And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson. Um liðna helgi var þess minnst tvö ár eru liðin frá innrás Rússlandshers í Úkraínu. Aðdraganda og framgang stríðsins rekja Victoria Bakshina, málvísindamaður og kennari frá Rússlandi, Natalia Zhyrnova, kennari frá Mariupol og Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og blaðamaður. Fíkniveikindi og skaðaminnkandi úrræði voru talsvert til umræðu í síðustu viku í kjölfar umfjöllunar um uppáskriftir læknisins Árna Tómasar Ragnarssonar á morfínskyld lyf til fíkla. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁA ræddu útfærslu og framkvæmd skaðaminnkandi úrræða og þörf á langtímastefnu í málaflokki fíknisjúkdóma.

Frumsýnt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,