• 00:01:22Styrkjum frestað til UNRWA
  • 00:14:09Metfjöldi innflytjenda styður við mannfjöldaþróun
  • 00:19:53Önnum kafinn Magnús Jóhann

Kastljós

Frysting fjármagns til UNRWA, 400.000 Íslendingar og Magnús Jóhann

Tímabundin stöðvun fjárframlags Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu þjóðanna var ákveðin fyrir helgi vegna ásakana á hendur starfsmönnum stofnunarinnar um hlutdeild í glæpum Hamas. Birgir Þórarinsson þingmaður og Lára Jónasardóttir stjórnarmaður hjá Læknum án landamæra eru bæði fyrrverandi starfsmenn Palestínuaðstoðarinnar, þau ræða forsendur ákvörðunarinnar og afleiðingar. Á næstu vikum verða Íslendingar 400.000 talsins, samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar. Stærstan þátt í fjölguninni eiga innflytjendur en flestir þeirra koma frá löndum innan EES. Joanna Marcinkowska sérfræðingur hjá mannréttinda-og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent á menntavísindasviði rýna í mannfjöldaþróun og samsetningu þjóðarinnar á þessum tímamótum. Magnús Jóhann Ragnarsson gaf nýverið út sína fjórðu sólóplötu, Rofnar. Því verkefni sinnti hann milli tónlistarstjórnar í Idol og jólatónleikavertíðar.

Frumsýnt

29. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,