ok

Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 1. maí 2024

Formaður Eflingar segir að sameina þurfi raddir alþýðu landsins til þess að valdastétt landsins fallist á kröfur hennar. Kröfufundir voru haldnir víða um land á baráttudegi verkalýðsins.

Leiðirnar sem ríkisstjórnin boðar til að draga úr ríkisútgjöldum eru óútfærðar og draga úr trúverðugleika fjármálaáætlunar, segir fjármálaráð.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist hafa gert stjórnvöldum í Ísrael það ljóst að Bandaríkin leggist gegn árás á borgina Rafah á Gaza. Hann hafi lagt til aðrar og betri leiðir til að taka á Hamas en stórtækar hernaðaraðgerðir.

Formaður Samfylkingarinnar vill leiðtogaprófkjör við val á listum. Það yrði í fyrsta sinn sem flokkurinn notar þá aðferð fyrir kosningar.

Frumflutt

1. maí 2024

Aðgengilegt til

1. maí 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,