Kvöldfréttir útvarps

Einhverfur drengur fær ekki stuðning, aðgengi að gosinu, safnskólum lokað og grunur um morðtilraun við Zelensky

18. apríl 2024

Algengt er foreldrar einhverfra barna endi í kulnun og falli út af vinnumarkaði segir Sara Rós Kristinsdóttir, móðir einhverfs drengs sem ekki hefur sótt skóla mánuðum saman. Hún segir engin úrræði í skólakerfinu.

Stýrihópur á vegum Ferðamálastofu hefur til skoðunar opna aðgengi gosstöðvunum. Til þess af því geti orðið þarf tryggja öryggi fólks, gera bílastæði og gönguleiðir. Lagt er upp með eftirlit verði í höndum annarra en lögreglu og björgunarsveita.

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir það hafa verið erfiða ákvörðun leggja niður safnskóla, sem hafa verið starfræktir fyrir grindvísk börn. Tilkynnt var í gær engin kennsla yrði í grunnskólum bæjarins næsta skólaár og ekki yrði haldið úti sérstökum skólum í öðrum bæjarfélögum fyrir grindvísk börn.

Pólskur ríkisborgari var í dag handtekinn fyrir hafa aðstoðað rússnesku leyniþjónustuna við skipuleggja morð á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu.

Carbfix ohf. tapaði 170 milljónum króna á síðasta ári. Samþykkt var á aðalfundi félagsins í dag sækja um framlengingu á undanþágu frá upplýsingalögum, en félagið ber fyrir sig samkeppni við olíu- og gasfyrirtæki.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

18. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,