Kvöldfréttir útvarps

Kílómetragjald á alla, Børsen brann, rannsóknarnefnd vegna snjóflóðs

Erlend stórfyrirtæki verða skattlögð en ríkissjóður verður áfram rekinn með halla, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Kílómetragjald verður tekið upp á alla bíla og stuðningur við barnafjölskyldur aukinn.

Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni verður tekin fyrir á alþingi á morgun.

Børsen verður endurbyggt, segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Danmerkur. Hin fornfræga kauphöll brann í dag

Rannsóknarnefnd verður skipuð vegna snjóflóðsins sem félll á Súðavík 1995 verði nýframlögð þingsályktunartillaga samþykkt.

Hættumat í kringum gosstöðvarnar við Sundhnúk hefur verið lækkað þar sem hraun hefur ekki runnið þar í tvær vikur.

Sænska lögreglan verður með mikinn viðbúnað í Malmö þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í maí. Þegar hefur verið boðað til mótmæla.

Frumflutt

16. apríl 2024

Aðgengilegt til

16. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,