Kvöldfréttir útvarps

Stjórnarmyndunarviðræður, Katrín Jakbsdóttir nýtur mestrar hylli í skoðanakönnun og átök um þungunarrof í Bandaríkjunum

8. apríl 2024

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa setið við á fundum í dag en ekki hefur enn náðst saman um endurnýjun stjórnarsamstarfsins með breyttri ráðherraskipan.

Katrín Jakobsdóttir mælist með um þriðjung atkvæða samkvæmt nýrri skoðanakönnun á fylgi þeirra sem hafa boðað forsetaframboð. Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr koma næstir.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki styðja bann við þungunarrofi á landsvísu. Joe Biden forseti segir Trump á flótta undan eigin gerðum og ætlar setja málið á oddinn í komandi kosningum.

Vestmannaeyjabær gagnrýnir hve hægt gengur dýpka Landeyjahöfn. Vegagerðin segir ekki hafi gengið nógu vel. Samningur við verktaka verði endurskoðaður og mögulega sagt upp.

Frumflutt

8. apríl 2024

Aðgengilegt til

8. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,