Bara bækur

Brjóstvasabók, Gyrðir endurútgefinn og trúboðafélag gefur út Narníu-ævintýrin

Tvær minnstu bækur liðins árs komu út undir merkjum Truflunar útgáfu og þær eru svo litlar þær passa í brjóstvasa. Fyrri bókin Fjölskyldusaga er eftir Fríðu Þorkelsdóttur sem á hugmyndina vasabókunum en hana fékk Fríða eftir Vottar jéhóva létu hana agnarlitla bók um sögur úr biblíunni. Nýja bókin í vasabókaútgáfu Fríðu heitir Stytturnar í hillunum og er eftir rithöfundinn og leikskáldið Evu Rún Snorradóttur þar sem fjallað er um minningar, skrásetningu og forgengileikann. Hún kemur í þáttinn og segir betur frá.

Notalegur lestur er það sem einkennir hátíðarnar og hjá mér er það orðið hefð lesa Gyrði Elíasson. Dimma útgáfa hélt áfram á síðasta ári endurútgefa gömul og sígild verk eftir Gyrði sem sum hver eru illfáanleg. Sjálfur sendi Gyrðir frá sér tvær þýðingar á síðasta ári, annars vegar Gleði skipbrotanna eftir Giuseppe Ungaretti og Barnæska eftir Jona Oberski. Við ætlum heyra smá brot úr viðtali frá 2018 við Gyrði um Sorgarmarsinn sem er ein af nýendurútgefnu bókunum, lokakaflinn í þríleik ásamt Sandárbókinni og Suðurglugganum...

Ein af laumum bókaútgáfu síðasta árs fullyrða hafi verið endurútgáfa sömuleiðis. En öll 7 bindin um Ævintýriheim Narníu komu út undir lok ársins. Þetta eru gömlu þýðingar Kristínar R. Thorlacius sem komu út á síðustu áratugum síðustu aldar, þekktar fyrir vandað og blæbrigðaríkt mál. Þessi ævintýri um ljónið, nornina og skápinn, baráttu góðs og ills og hetjudáðir hafa heillað marga fantasíuaðdáendur frá því bækurnar komu út um miðja síðustu öld. Töfraheimur Narnia er innblásinn af hinum ýmsu goðsögnum og ævintýrum en ekki síst kristinni trú og biblíunni en Lewis sjálfur var afar trúaður og skrifaði nokkrar bækur um trú á ferlinum. Og því ef til vill ekki furða það er kristniboðafélagið hér á landi sem stendur útgáfu Narníu bókanna og við förum í Basarinn í Austurveri til ræða við trúboða um Narníu.

Viðmælendur: Eva Rún Snorradóttir, Gyrðir Elíasson og Karl Jónas Gíslason.

Frumflutt

3. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,