Bara bækur

Lesóð Z-kynslóð, Haugalygi og „ástandið“ í nýju ljósi

„Lestur er lostafullur,“ heyrist sagt á Bretlandi um þessar mundir. „Reading is so sexy“ heitir nýlegt greinarkorn á vef breska blaðsins The Guardian þar sem sett eru fram gögn um það Z-kynslóðin er lesa. Z-kynslóðin, fólk fætt á árunum 1997 til 2012, hefur í auknu mæli snúið sér bókum og það á pappír. Bóksala í Bretlandi hefur sannarlega blómstrað undanfarin misseri og ungir lesendur eru hörfa frá frá mettaðri og hávaðasamri veröld samfélagsmiðla, frá hinu villta stafræna vestri. Á síðasta ári seldust tæplega 700 milljón bækur, bara í Bretlandi og þessi unga kynslóð á um það bil 80% prósent af heildarsölu bóka frá nóvember 2021 til 2022. Við ræðum um bókaæði unga fólksins við Kolbrúnu Maríu Másdóttur, nema í málvísindum við Háskóla Íslands og bókaorm.

Minnið er dyntótt og lævíst, það er sennilega alveg rétt. Það er opnunarlínan í fyrstu bók Sigtryggs Baldurssonar, tónlistarmanns og trommuleikara. Hann var senda frá sér bókina Haugalygi sem er samantekt af sögum úr öllum áttum, af honum sjálfum og ættingjum. Þær eru ekki haugalygi, þær eru hvorki alsannar upplognar. Við röltum til Sigtryggs Baldurssonar og spyrjum hann aðeins út í sögur og sagnalist almennt og hvað maður man, minnið það er víst dyntótt og lævíst.

Við ætlum líka halda áfram kynna okkur bækur um stríð. Síðustu tvo þætti höfum við flett í nýjum íslenskum og erlendum bókum sem glíma við stríðssagnfræði og reyndar líka um yfirstandandi stríð því stríðin virðast vera ævarandi ástand því miður. Kynlegt stríð - ástandið í nýju ljósi heitir bók eftir Báru Baldursdóttur sagnfræðing þar sem hún dregur upp mynd af ástandinu svokallaða hér á hernámsárunum. Bára hefur lengi rannsakað þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og í þessari nýju bók rýnir hún í nýopnuð skjöl, heimildir um ástandið sem lágu í læstum skúffum í hálfa öld.

Viðmælendur: Kolbrún María Másdóttir, Sigtryggur Baldursson og Bára Baldursdóttir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

17. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,