Bara bækur

Lesóð Z-kynslóð II og Lydia Davis

Bókin er dauð eða á grafarbakkanum. Þetta hefur heyrst á torgum í nokkurn tíma. Það er einhver þörf fyrir lýsa yfir dauða hlutanna, kannski einmitt með því haldast þeir á lífi. Fyrir fáeinum vikum var fjallað hér um bókin væri sprelllifandi, með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifavalda hefði áhugi ungs fólks sérstaklega á lestri og bókmenntum snaraukist og bóksala væri í hæstu hæðum. Er það tilfellið og á það sama við hér heima? Eru samfélagsmiðlar bandamenn bókmenntaumræðu eða bara armur markaðsafla? Hversu djúpt ristir þessi áhugi? Það er komið öðrum kafla í rannsókn á bókaóðri Z-kynslóð - við rýnum í kilina, þessa sem eru trenda á samfélagsmiðlum, og veltum fyrir okkur stöðunni hér á Íslandi.

Mér líður ágætlega en gæti liðið betur er nafnið á smásagnaúrvali eftir bandaríska rithöfundinn Lydia Davis sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir jólin. Það er í fyrsta sinn sem Davis er þýdd á íslensku en hún er einhver mest spennandi og frumlegasti samtímahöfundur Bandaríkjanna. Hún skrifar hnyttnar ör- og smásögur en þrátt fyrir smæð eru viðfangsefnin stór og margar þeirra átakanlegar og heimspekilegar. Við förum í heimsókn til Berglindar Ernu Tryggvadóttur sem valdi og þýddi sögur þessa merkilega höfundar.

Viðmælendur: Berglind Erna Tryggvadóttir, Heiðar Ingi Svansson, Jón Heiðar Gunnarsson og Embla Rún Hall.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

9. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,