Bara bækur

Sjöleikur Jons Fosse og nokkrar tilnefndar bækur frá Norðurlöndum

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru rótgróin menningarstólpi, stærstu og mikilvægustu bókmenntaverðlaun á Norðurlöndum. 14 bækur eru tilnefndar, aðallega ljóð og skáldsögur eins og venjulega en í ár er líka eitt leikrit frá Noregi, sem er nokkuð óvenjulegt. Árni Mattíasson er spæna í sig tilnefnda bunkann og ætlar segja mér frá nokkrum verkum í lok þáttarins, við komum við í Danmörku, Svíþjóð, Álandseyjum og Noregi.

Norski nóbelshöfundurinn Jon Fosse er gjarn á setja fram völundarhús með sínu vitundarstreymi og endurtekningasama prósa, ljóðum og leikritum. Dimma bókaútgáfa hefur gefið út þónokkuð af verkum Fosse í þýðingum á undanförnum árum. Í fyrra kom út skáldsagan Naustið og ljóðaúrvalið Skýin eru skuggar og var koma þýðing, fyrsti hluti stórvirkisins Sjöleikurinn eða Sepotologien I-II. Það er Hjalti Rögnvaldsson sem þýðir en hann hefur þýtt Fosse í yfir 20 ár, hann fékk hann á heilann eigin sögn. Hjalti er búsettur í Svíþjóð hvaðan hann sendiir þýðingarhandritin handskrifuð til útgefandans, Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar hjá Dimmu en Aðalsteinn sér um þýða ljóð Fosse. Við heimsækjum Aðalstein á skrifstofuna í síðari hluta þáttar og skoðum handritin, ræðum um Fosse og útgáfu hans og hringjum svo í Hjalta.

Viðmælendur: Hjalti Rögnvaldsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Árni Matthíasson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

21. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,