Bara bækur

Joanna Rubin Dranger, Sonurinn og Í landi sársaukans

Sonurinn heitir nýútkomin þýðing frá Uglu úgáfu. Þetta er stutt en áhrifamikil skáldævisaga eftir franska tónlistarstjórann og rithöfundinn Michel Rostain sem fjallar um eitt hræðilegasta áfall sem hugsast getur fyrir foreldri, missa barn. Bókin hreppti hin virtu Goncourt-verðlaun árið 2011 og varð metsölubók í Frakklandi auk þess sem hún hefur verið þýdd á ýmis tungumál. Við ræðum við þýðanda verksins, Friðrik Rafnsson.

Alphonse Daudet var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld þótt. Í landi sársaukans er afar sérstök bók, einskonar dagbókaskrif höfundar sem gefin var út honum látnum. Þar hugleiðir Daudet dauðann og áralanga baráttu við banvænan sjúkdóm en um leið lífið sjálft. Færslurnar voru hugsanlega aðeins efniviður í meira unninn skáldskap en stendur eftir sem áður sem merkileg samtímaheimild og hugleiðingar um tilveruna.

Joanna Rubin Dranger frá Svíþjóð hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2023 fyrir myndaskáldsöguna Ihågkom oss till liv. Dranger var stödd hér á landi í byrjun maí og var haldinn viðburður í Norræna húsinu þar sem Tinna Ásgeirsdóttir tók við hana viðtal. Við heyrum glefsur úr því viðtali í þættinum.

Viðmælendur: Friðrik Rafnsson og Joanna Rubin Dranger.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

1. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,