• 00:02:03Sjónsbók hjá Routledge
  • 00:23:08Hvernig skrifar maður orðabók?
  • 00:35:25Veðurfregnir og jarðarfarir

Bara bækur

Veðurfregnir og jarðarfarir, Sjónsbók í útrás og orðabókaskrif

bók með fræðigreinum um rithöfundinn Sjón var koma út hjá breska bókarisanum Routledge, þetta sætir tíðindum því langt er síðan alþjóðlegt fræðiverk var ritað um íslenskan rithöfund, síðast um Halldór Laxness. Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og bókaverja segir frá útgáfunni en hún ritstýrði því ásamt Lindu Badley, prófessor emerita í ensku og kvikmyndafræði hjá Middle Tennessee ríkisháskólanum og Gitte Mose, aðjúnkt emerita frá Oslóarháskóla.

Orðabækur eru líka bækur! Björn Halldórsson rithöfundur segir okkur hvernig það er semja orðabókaskilgreiningar en Árnastofnun vinnur gerð nýrrar íslensk-enskrar orðabókar á netinu.

Veðurfregnir og jarðarfarir heitir fyrsta skáldsaga Maó Alheimsdóttur sem áður hefur fengist við ljóðlist, pistla og gjörninga. Sagan segir frá veðurfræðingnum Helenu eða Lenu og flæðir frásögnin í tíma og milli landa, aðallega Íslands, Póllands og Frakklands en einnig upp í skýin. Lena, sem rannsakar veður og loftslag, sér skýrt hvað blasir við mannkyni, hrakandi heilsu loftslags á jörðu, hvernig það mun hafa áhrif á okkur og hefur áhrif á okkur. Veðrið speglar líka sálarlíf Lenu og ástar- og fjölskyldusambönd hennar. Innra með okkur öllum eru sviptingar í veðri og stundum loftslagsbreytingar.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

21. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,