Bara bækur

Átök um ljóð og alþýðuskáld og Bakland

Við verðum með hugann við ljóðalist í þættinum. Það skiptist á með skini og skúrum í heimi ljóðsins og hefur gert það áratugum og öldum saman. Þórður Helgason íslenskufræðingur gaf hér í skyn í byrjun þáttar það væri ekki búið gera upp alla bókmenntasöguna. Þórður var gefa frá sér stóra og mikla bók Alþýðuskáldin á Íslandi sem ber undirtitilinn Saga um átök. Þar rekur hann bleki drifna sögu, átök milli lærðu skáldanna og þeirra leiku frá fyrri hluta 19. aldar til upphafs þeirrar 20., baráttu um stöðu, pláss, gildismat og fagurfræði. Við rifjum líka upp nýrri deilur, kúltúrbörn, strætó- og spíttljóð og dauða ljóðsins. Í lokin ræðum við svo splunkunýja ljóðabók, Bakland, við Hönnu Óladóttur.

Viðmælendur: Þórður Helgason og Hanna Óladóttir.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos og Good Morning Midnight - Jóhann Jóhannsson

Lesari: Pétur Grétarsson

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

30. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,