Bara bækur

Alþjóðleg barnabókmenntahátíð, Jessica Love og Italo Calvino

Við verðum í djúpinu í þætti dagsins. Við förum á Mýrina, alþjóðlega barnabókmenntahátíð sem er nýlokið og ræðum við verkefnastjóra hátíðarinnar Veru Knútsdóttur og einn þeirra höfunda sem voru gestir á hátíðinni, bandaríska rithöfundinn, leikarann og myndhöfundinn Jessica Love. Og í djúpinu finnum við líka ítalska rithöfundinn Italo Calvino. 100 ár eru frá fæðingu hans og íslensk þýðing er væntanleg á bók hans Borgirnar ósýnilegu frá Brynju Cortes Andrésdóttur. Við ræðum við hana og fleiri um höfundinn og verk hans.

Viðmælendur: Vera Knútsdóttur, Jessica Love, Stefano Rosatti, Björn Halldórsson og Brynja Cortes Andrésdóttir.

Lesari: Tómas Ævar Ólafsson

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Innan handar - Skúli Sverrisson og Magnús Jóhann.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

14. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,