Bara bækur

Týndir kettir og furðusagnabylgja á Íslandi

Byrjum á spjalli við Ægi Þór Jähnke sem var gefa út sína fyrstu skáldsögu sem kallast Grár köttur, vetrarkvöld.

Emil Hjörvar Petersen hefur verið í fararbroddi furðusagnahöfunda á Íslandi árum saman. Hann var senda frá sér sína þrettándu skáldsögu, framtíðarsögu sem kallast Eilífðarvetur. Rætt er við hann og breytt landslag á sviði vísindaskáldskapar og furðusagna hér á landi.

Nína Ólafsdóttir er nýr höfundur sem gaf út framtíðarskáldsöguna Þú sem ert á jörðu. Við heyrum brot úr viðtali við Nínu úr Víðsjá. Og þá verður líka brot úr viðtali við Árna Matthíasson um Sporbauga eða Orbital eftir Samantha Harvey sem hlaut Booker-verðlaunin í fyrra en íslensk þýðing bókarinnar var koma út eftir Árna Óskarsson.

Frumflutt

4. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,