Bara bækur

Bókmenntahátíð í Reykjavík II

Strax frá fyrsta viðburði Alþjóðlegu Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík var ljóst áhugi fólks var mikill og aðsóknin góð. Þegar dansk-grænlenska ljóðskáldið Kuluk Helms og Bresk-tansaníska nóbelshöfundinn Abdulrazak Gurnah ræddu við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu, meðal annars um gildi bókmennta eða vægi í stóru samhengi. Þóra spurði hvort bækur skiptu enn máli, og orðið enn fór illa ofan í Gurnah sem varði kröftuglega mikilvægi bókmenntanna, það hefur ekkert breyst síðan fyrstu mennirnir settust við varðeldinn og sögðu hver öðrum sögur. Við ræðum gildi og vægi bókmennta og bókmenntahátíða við tvo gesti sem sóttu Bókmenntahátíð af kappi, þau Bjargeyju Ólafsdóttur og Val Gunnarsson.

Við lítum líka aðeins inn á viðburð utandagskrár á Bókmenntahátíð þegar Tunglið útgáfa gaf út þrjár bækur í ritröðinni Svarthol. Á hótel Holt var kakófónískur ljóðalestur, ljóðalest í kappi við tímann og óvænt tónlist. Tunglið gaf út þrjár nýjar bækur eftir Dinçer Güçyeter og Anne Carson sem bæði voru gestir hátíðarinnar og einnig Wolfgang Schiffer sem hefur verið ötull útgefandi og þýðandi íslenskrar ljóðlistar í Þýskalandi.

Viðmælendur: Bjargey Ólafsdóttir og Valur Gunnarsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

3. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,