Bara bækur

Pólskar bókmenntir III: bókmenntasagan og Stanisław Lem

Í þættinum opnum við inn í heim pólskra furðusagna og vísindaskáldskapar. Pólverjar eiga einhvern merkasta og áhugaverðasta höfund 20. aldar á því sviði, Stanisław Lem.

Þekkturstu verk Stanisławs Lem eru smásagnasafnið Cyberiada og Solaris, sem tvisvar hefur verið kvikmynduð, 1972 kom mynd í leikstjórn Andrei Tarkovsky og 2002 í leikstjórn Steven Soderbergh. Þetta eru fjölbreytt verk sem teygja sig yfir allt rófið, allt frá svokölluðu hörðum vísindaskálskap yfir í mjúkan en alltaf eru undirliggjandi flóknar heimspekilegar spurningar um siðferði, trú, mörk mannlegrar skynsemi, hvað tækni getur og hvaða áhrif hún hefur á okkur mennina sem hana búa til. Maður gegn vél, allt sem góður vísindaskáldskapur þarf búa yfir. Pawel Bartoszek segir frá, en hann hefur lesið bækur Lem frá því í menntaskóla og við ræddum vísindaskáldskap, tæknisiðferði og ýmislegt þessu tengt.

Við byrjum á heimsókn frá Mariolu Alichu Fiema, sem kennir pólsk fræði við Háskóla Íslands. Þar nemendur yfirlit yfir sögu Póllands allt frá miðöldum fram seinni heimsstyrjöld. Og í gegnum helstu bókmennta- og listaverk hvers tíma er reynt skyggnast inn í pólska þjóðarsál. Ég ræddi við Mariolu um bókmenntirnar í gegnum aldirnar, hvar þetta byrjar allt saman en líka hvernig pólsk menning á Íslandi blasi við henni.

Viðmælendur: Mariola Alicja Fiema og Pawel Bartoszek.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

5. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,