Bara bækur

Hrím, Mandla og Ilya Kaminsky

Ilya Kaminsky er eitt allra athyglisverðasta ljóðskáld samtímans. Hann er fæddur árið 1977 í Odessa sem var þá hluti af Sovétríkjunum en tilheyrir Úkraínu. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fluttist Kaminsky ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, þar sem þau fengu pólitískt hæli. Hann kynntist ljóðlistinni ungur og fór skrifa ljóð á rússnesku en fyrstu ljóðabókina, Musica Humana frá 2001 skrifaði Kaminsky á ensku. Verðlaunabókin Dansað í Ódessa kom svo út örfáum árum síðar. bók var síðasta verkið sem Sigurður Pálsson vann en náði ekki ljúka við þýða áður en hann lést og Sölvi Björn Sigurðsson lauk við. Ilya Kaminsky var meðal stofnenda samtakanna Skáld í þágu friðar, sem hefur beitt sér fyrir ljóðalestri og útgáfu víða um heim til stuðnings hjálparsamtökum á borð við Lækna án landamæra. Hann hefur fengist við ljóðaþýðingar í samstarfi við aðra, ritsýrt ljóðasöfnum og tímaritum og verið ötull talsmaður ljóðlistarinnar. Nýjasta ljóðabók hans, Heyrnarlaust lýðveldi, kom nýverið út í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Ljóðin í henni eru afar nýstárleg og áhrifamikil þótt viðfangsefnið sígilt, stríðsátök og tilvist mannsins. Bókin fjallar á einstakan hátt um ást og umhyggju andspænis hatrömmum átökum og hörmulegar afleiðingar þeirra. Rætt verður við Ilya Kaminsky í þætti dagsins.

Það hefur orðið rof, einhverntíma fyrir löngu, gerðist það rofnaði milli manns og náttúru. Maðurinn hefur sigrast á áskorunum náttúrunnar, yfirbugað hana og flokkað í kerfi. Við erum sjálf dýr, þau eru ekki bara hús- eða gæludýr. Þetta á það til gleymast. Tvær bækur eftir sama höfund sem komu út með stuttu milli bili, sitt hvorumegin við áramót, kljást við manninn í náttúrunni og andspænis henni; skáldsagan Hrím og nóvellan Mandla eftir Hildi Knútsdóttur. Við förum í heimsókn til Hildar í dag og ræðum við hana um furðusögur og hrollvekjur, lifa af í harðneskjulegri náttúru, hjátrú, dauða og goðsögur.

Viðmælendur: Hildur Knútsdóttir og Ilya Kaminsky.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

23. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,