Bara bækur

Flagsól og Eitur

Ljóðabókin Flagsól kom út fyrir skemmstu og beinir hún sjónum sínum íslenskum sveppum. Það eru þær Melkorka Ólafsdóttir skáld og Hlíf Una Bárudóttir teiknari sem gefa yfir 30 íslenskum sveppum rödd á afar listrænan hátt. Þar fléttast saman ljóð, teikningar og náttúruvísindi. Hvert ljóð er um eina sveppategund og endurspeglar ljóðið hugsun um sveppinn en speglar líka okkur mannfólkið og náttúruna sem heild. Sveppirnir, þessir hlutar vistkerfanna sem við gefum ekki endilega nægan gaum, eins og svo margt í mannlegu samfélagi sem við veitum ekki athygli.

Eitur er nýjasta glæpasaga Jóns Atla Jónassonar, handritshöfundar og leikskálds. Í nýju bókinni heldur Jón Atli áfram sögu utangarðslöggana og ólíkindatólana Dóru og Rado. Þau í hendur morðrannsókn sem leiðir lesendur inn í heim fíkninnar og lyfjaiðnaðarins, sem hefur gríðarleg áhrif og völd. Það eru fáir sem ekki hafa heyrt minnst á þann skaða sem ópíóðalyf af ýmsum gerðum hafa haft á samfélag víða um heim, líka hér á okkar litlu eyju.

Viðmælendur: Melkorka Ólafsdóttir, Hlíf Una Bárudóttir og Jón Atli Jónasson.

Tónlist: Changing Winds - Alexandra Stréliski, XI - Magnús Jóhann, Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Gnomes - Made in M & Walterwarm, Ullblekill - Kammersveitin.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

16. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,