Bara bækur

Gestir, Brimurð og Synir himnasmiðs

„Við horfum djúpt í augu ákveðinna ferfættra ættingja okkar og bregður við sjá eitthvað þar baki, sem áður var óþekkt, en sem nær sambandi við okkar innra sjálf, vitsmunalega ef ekki andlega. Við höfum skyndilega öðlast nýja og skýrari sýn. Við höfum mætt augliti persónuleika, þar sem við áður fyrr ákváðum í blindni ekkert væri annað en einföld eðlisávísun og sjálfvirkni,“ skrifaði kandadíski rithöfundurinn Charles Roberts í sögunni Dýrasagan sem birtist í sagnasafninu Skyldulið óbyggðanna árið 1902. Nafni hans Darwin var mikill innblástur fyrir dýrasagnahöfunda á nítjándu öld, hugmyndum sem ögraði stöðu mannmiðjunar og endurhugsaði eða hvatti til endurhugsunar á sambandi manna og annarra dýra.

Dýr og bókmenntir - bara á þessu ári hafa komið út tvær bækur á Íslandi þar sem dýr eru í forgrunni eða skipta miklu máli og við ætlum taka þær fyrir hér í þættinum í dag. Hildur Knútsdóttir skrifar reglulega um ketti í nóvellum sem hún gefur út inn á milli stærri verka, síðast í bókinni Gestir. Draumey Aradóttir gaf út ljóðabókina Brimurð á dögunum þar sem hún yrkir ljóð sem innblásin eru af þeirri sorg missa hundinn sinn, þar er ljóðmælandinn hundurinn Álfur og hann er allt um lykjandi í bókinni. Svo er það bók sem er aðeins um eina dýrategund, manninn. Og það 12 menn. Synir himnasmiðs er nýjasti sagnasveigur Guðmundar Andra Thorssonar. Þar segir frá einum degi í lífi 12 gjörólíkra manna sem þó tengjast beint og óbeint, allir eru þeir afkomendur Ólafs Jónssonar himnasmiðs eins og hann var kallaður. Við erum öll skyld eins og sagt er hér á landi. Sögur þessara manna eru vafðar saman á athyglisverðan hátt í litríkan sveig umleikinn tónlist og trega. Guðmundur Andri verður gestur minn í lok þáttar.

Viðmælendur: Hildur Knútsdóttir, Draumey Aradóttir og Guðmundur Andri Thorsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

22. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,