Bara bækur

Mold er bara mold - Litla systir mín fjöldamorðinginn og kvöðin við að vera normal

„Heimska fólks felst í því eiga svör við öllu. Viska skáldsögunnar felst í því eiga spurningar við öllu,“ sagði Milan Kundera á einum stað. Og í þættinum í dag munu eflaust vakna ýmsar spurningar. Þessa vikuna verðum við með hugann við karnivalíska skáldsögu um réttláta reiði, útlegð og ofbeldi en líka samhygð og mennsku. Við rýnum í nýja skáldsögu eftir Almar Stein Atlason, Mold er bara mold litla systir mín fjöldamorðinginn. Almar sem hefur hingað til verið áberandi í myndlistinni og sem gjörningalistamaður en kemur skeiðandi á ritvöllinn með skáldsögu og það í þremur bindum saman í kassa. Við drögum fram sparistellið, Mikail Bakhín og kenningar um gróteskuna og karnívalið af þessu tilefni. Mold er bara mold er rússíbani, saga full af hasar, ádeilu og íróníu.

Í lokin fylgjum við því eftir með samtali við Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur sem veltir með mér vöngum yfir undiröldu í menningarefni nútímans, meðal annars bók Almars, þar sem dregnar eru fram í dagsljósið afleiðingar hinna ströngu hefða og viðmiða vestrænna samfélaga, um miðjuna og jaðarinn, hvað við erum oft félagslega nærsýn og gleymin og hvernig listin sýnir „normið“ í nýju ljósi.

Viðmælendur: Almar Steinn Atlason og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir

Lesari: Jóhann Egill Jóhannsson

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos / Bang bang (My baby shot me down) - Nancy Sinatra / I'm Kin - Colleen

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

18. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,