Bara bækur

Umbrot og Duft

Skáldsagan Umbrot barst með nýjum bókavindum á dögunum eftir Sigurjón Bergþór Daðason. Þetta er þriðja bók höfundar en Sigurjón hefur áður sent frá sér Hendingskast og Óbundið slitlag. Umbrot segir frá Pétri sem lifir afskaplega venjulegu og tilbreytingarlitlu lífi og starfar við það smíða gervilimi, hendur fætur og jafnvel andlit. Hann segist ekki kynnast þeim sem þessa útlimi en það er eitthvað persónulegt við smíða eftirlíkingar af líkamshlutum. En þetta kyrrláta líf Péturs tekur svo skyndilega beygju sem leiðir hann í leit uppruna sínum, hann þarf huga systur sinni sem burðast með fortíðina á bakinu og svo er það kona sem kemur aftur óvænt inn í líf hans en óvíst er með framtíð hennar.

Bergþóra Snærbjörnsdóttir var gefa út skáldsöguna Duft sem segir frá Veróníku, einkadóttur vellauðugra líkamsræktafrömuða á Íslandi. Duft er saga konu, saga fjölskyldu og um félagsmótun, áhrif uppeldis, fordóma og gildismat. En í duftinu finna stóran samfélagsspegil, hvernig hugmyndir geta orðið þráhyggju, og hvernig við lítum á okkur, á líkama okkar og tengjumst öðrum - eða tengjumst ekki? ?Þægindi eru hið nýja krabbamein í vestrænu samfélagi,? segir á einum stað.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, My body is a Cage - Arcade Fire, Miss Modular - Stereolab

Lesari: Lóa Björk Björnsdóttir

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

11. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,