Bara bækur

Sólgos, eldgos og siðaskipti

Fortíðin og framtíðin í þætti dagsins í þremur íslenskum skáldsögum sem eru nýkomnar út. Allar gerast á Íslandi á ólíkum tímum við ólíkar aðstæður þegar heimurinn tekur róttækum breytingum, fast heimsendi.

Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson segir frá fyrstu skáldsögunni sinni, Kómeta, en Aðalsteinn hefur áður gefið út tvö smásagnasöfn og birt ljóð í tímaritum. Kómeta er metnaðarfull bók og stór saga sem gerist í kringum siðaskiptin á 16. öld.

Tvær ungmennabækur verða á dagskrá sem báðar fjalla um breyttan heim annarsvegar eftir sólgos en hinsvegar eftir eldgos, það eru bækurnar Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Flóttinn á norðurhjarann eftir Nönnu Rögnvaldardóttur.

Viðmælendur: Arndís Þórarinsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson.

Frumflutt

15. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,