Bara bækur

Natasha S. í Rússlandi, Madame de Lafayette og Hefnd Diddu Morthens

Guðrún Kristinsdóttir sem hefur sérhæft sig í frönskum bókmenntum og leikhúsi skrifaði grein í Ritið - tímarit Hugvísindastofnunar þar sem smásögur eru í brennidepli. Greinin fjallar um sagnagerð franska rithöfundarins Madame de lafayette sem var uppi á 17. öld og hafði mikil áhrif með sínum sögulegu smásögum og nóvellum. Lafayette er enn áhrifamikil, kennd í skólum og rannsökuð bæði innan Frakklands og utan.

Ljóðskáldið Natasha S. var gefa út ljóðabókina Mara kemur í heimsókn sem fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand. Natasha hefur áður ort um heimalandið í ljóðabókinni Máltaka á stríðstímum sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha er stödd í Moskvu en hún segir okkur símleiðis frá nýju ljóðunum.

Í lok þáttarins er rætt við Sigríði Pétursdóttur sem var gefa út bókina Hefnd Diddu Morthens en handritið henni bar sigur úr bítum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir og þar með er gömul útvarpsrödd orðin rödd bókmenntanna en fyrir utan vera menntuð kvik­mynda­fræðing­ur þá starfaði Sigríður lengi við dag­skrár­gerð hér í Ríkisútvarpinu bæði í út­varpi og sjón­varpi. En rithöfundurinn hefur alltaf blundað í henni, árið 2010 gaf hún út smásagnasafnið Geislaþræðir en Sigríður segir okkur allt um rithöfundadrauminn og nýju bókina í þættinum.

Viðmælendur: Natasha S., Guðrún Kristinsdóttir og Sigríður Pétursdóttir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

17. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,