Bara bækur

Bókaklúbbar fræga fólksins, Nóbell Laxness 70 ára og Frumbyrjur

Þessi þáttur fer um víðan völl, við tökum aðeins saman útvarpsefni um þann tíma fyrir 70 árum þegar Halldór Kiljan Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955.

Það verða líka bollaleggingar um bókaklúbba fræga fólksins. Dua Lipa, Reese Witherspoon, Sarah Jessica Parker Emma Watson og auðvitað drottningin Oprah Winfrey. Það virðist enginn frægur meðal frægra nema vera með bókaklúbb. Hvaða menningarlegu aðstæður skapar það - hvers vegna vill frægt fólk tengjast aðdáendum í gegnum bækur?

Loks er það skáldsaga eftir Dag Hjartarson, Frumbyrjur. Það er saga úr íslenskum kjarna, afdalurinn, kýrin bera, konan ólétt og alveg koma jól. Undir niðri er nístandi fortíð, draumar og tilvistarlegar vangaveltur um lífið á þessari eyju.

Viðmælendur: Dagur Hjartarson.

Frumflutt

8. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,