Vínilplata vikunnar er platan Til hvers..? með þjóðlagasveitinni Lítið eitt. Platan er seinni stóra plata sveitarinnar og um leið síðasta plata hennar og kom út árið 1975.
Þjóðlagasveitin Lítið eitt var upphaflega stofnað sem tríó snemma árs 1970 í Hafnarfirði og vakti fljótt athygli og koma víða fram. Hún gaf út fjögurra laga plötu árið 1972 og stóra plötu ári síðar. Þá skipuðu sveitina Berglind Bjarnadóttir, Jón Árni Þórisson, Gunnar Gunnarsson og Steinþór Einarsson. Á þessum árum naut sveitin mikilla vinsælda og kom víða fram, meðal annars í skemmtiþáttum í sjónvarpinu. Eftir að önnur plata sveitarinnar kom út árið 1973 hætti hún að koma fram. Hún tók síðan upp þráðinn á vormánuðum 1975 og tók í kjölfarið upp plötuna Til hvers..? sem var ein af fyrstu plötunum sem tekin var upp í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Á plötunni eru eftirfarandi lög:
A-hlið
1. Til hvers..?
2. Konungurinn í Thule
3. Þá var ég ungur
4. Háar öldur
5. Minningar
B-hlið
1. Kyrrð
2. Herinn
3. Annabel Lee
4. Til draumsins
5. Karlinn úti á klöppinni
6. Vor
Umsjón: Stefán Eiríksson
Frumflutt
23. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.