Vínill vikunnar er með sænsku söngkonunni Lill Lindfors, af plötunni Jag vill nå dig frá árinu 1984. Á plötunni eru lög úr ýmsum áttum, sum þeirra voru vinsæl í flutningi annarra listamanna, sérstaklega frá Bretlandi og Bandaríkjunum en einnig frá hinum Norðurlöndunum en öll lögin útsett af Lill og hljómsveit hennar og sungin á sænsku.
Lill Lindfors fæddist árið 1940 og varð fyrst fræg fyrir hlutverk sín í revíum og söngleikjum og hefur um ævina leikið á sviði og í kvikmyndum, tekið þátt í söngleikjum, stjórnað sjónvarpsþáttum víða um Evrópu og starfað sjálfstætt sem söngkona svo fátt eitt sé upptalið. Eflaust má telja að hún sé með áhrifamestu og frægustu listamönnum Svíþjóðar á síðari tímum.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
Frumflutt
6. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.